Gildin okkar

Fagmennska

Við heitum því að gera alltaf okkar besta sem fellst meðal annars í:

  • Réttri meðhöndlun á blómum og plöntum til að hámarka gæði og endingartíma.
  • Að uppfylla óskir viðskiptavinarins eins vel og við mögulega getum.
  • Að sýna viðskiptavinum okkar og móttakendum blómasendinga virðingu og skilning samkvæmt hverju og einu tilefni.

Heiðarleiki

Það er lítið gaman af uppskeru sem unnið hefur verið til óheiðarlega. Því kjósum við:

  • Að segja satt og rétt frá, eftir okkar bestu vitund.
  • Að verðleggja vörur okkar á sanngjarnan hátt, án okurs.

Jákvæðni

Okkur finnst lífið vera of stutt fyrir neikvæðni! Því kjósum við:

  • Að rökræða í stað þess að rífast.
  • Að ræða um uppbyggileg málefni í stað dægurþras og slúðurs.
  • Að huga að orðanotkun okkar, t.d. eru vandamál ekki til hjá okkur en nóg af verkefnum og áskorunum.