Reykjavíkurblóm - Blóm - Blómvendir - Útfarir - Brúðkaup - Heimsending - Skreytingar - Brúðarvendir - Útfarakransar

Um okkur

20190712_125252 (1)

Við erum meðalstór blómaverslun í Borgartúni 23, við hringtorgið beint niður af Nóatúni.

 

Vörur:
Eins og öllum góðum blómabúðum sæmir þá er okkar aðalsmerki afskorin innlend og erlend blóm sem notast í blómvendi, kransa og skreytingar af ýmsum toga. 
Við elskum grænt og eigum við því alltaf úrval af pottaplöntum og öllu sem þeim fylgir, s.s. potta, áburð og fleira.
Þá eigum við talsvert af gjafavöru, kertum, servíettum, kertastjökum og flr.
Að sjálfsögðu eigum við alltaf til nóg af gjafakortum!
Hægt er að skoða hluta af vöruúrvali okkar í vefversluninni hér á síðunni.

Þjónusta:
Við bjóðum upp á fría innpökkun á því sem verslað er hjá okkur en einnig er velkomið að koma með gjafir annars staðar frá sem við pökkum inn gegn vægu gjaldi.
Við tökum einnig að okkur önnur verkefni eftir samkomulagi, s.s. uppsetning skreytinga, t.d. í kirkjur, ráðstefnur og flr.
Við bjóðum upp á sendingar á höfuðborgarsvæðinu!

 

Starfsfólk:

2019-08-13_09-35-48

Haraldur og Stella, eigendur Reykjavíkurblóma. Stella er framkvæmdarstjóri og sér um daglegan rekstur en Haraldur er sérlegur alt-muligt maður og sér m.a. um fjármál, markaðsmál og að kaupa mat handa Stellu!

 

Ef þú vilt nánari upplýsingar um þær vörur eða þjónustu sem við bjóðum upp á, koma með ábendingar á einhverju sem þér finnst vanta eða þurfa bæta eða óska eftir sérsniðnum lausnum, endilega hafðu þá samband við okkur!

Vörukarfa
0 vörur

Samtals: 0 ISK